Færsluflokkur: Trúmál

Um einfaldara líf.

Margir gætu hugsað sér einfaldara líf.  Það er samt ekki auðvelt að einfalda lífið, margir reyna hugleiðslu en það er ekki alltaf jafn auðvelt og við myndum halda. Hugleiðsla í Sahajayoga er sjálfsprottin, hugleiðslan er án hugsana, svokallað Turia; sem er fjórða vitundar ástandið sem maðurinn getur upplifað, en þau eru: vaka, svefn, djúpsvefn og svo Turia sem er þögn hugans, þögnin er á bak við starfsemi heilans. Í Turia gefur þú hugsuninni  frí og heilin virðis nota fríið til að losa sig við erfiðar hugsanir úr fortíðinni og einnig minnka hugsanir um framtíðinna og okkur fer að líða betur.

 

Kynning á Sahaja yoga: Mánudagin 20 mars. Kl: 20:00 -20:15

Félagsmiðstöðini Hvassaleiti 56-58,

Við kynnum undirstöðuatriði Sahaja Yoga og hugleiðum saman. Öll þáttaka er ókeypis alltaf. 


Á nýju ári.

Það ætti alveg að duga okkur að sólin sé að hækka á lofti aftur, en samt er það svo að við viljum gjarnan fara í einhverskonar breytingar eða endurnýjun um áramót, það er eitthvað sem vantar hjá mörgum.  

Það koma öðru hvoru til okkar fólk á kynningu, sem greinilega hafði lesið mikið um andleg málefni og verið kannski á leiðinni til okkar í mörg ár og leitað víða, en það er alltaf einhver hluti af okkur mannfólkinu sem fæðist svona, á Indlandi er þetta kallað „Sadakas“ Þ.e. Einhver sem leitar af einhverju „æðra“ getum við sagt, en margir vita ekki hvers skal leita, munurin á flestum Indverjum og vesturlandabúum er að þeir vita af hverju þeir leita, þú segir við Indverja „Atmasakshatkar“ þá verður hann forvitin því þú ert að bjóða honum að finna fyrir andanum, sem er allt annað en að „trúa“ á andan sem á eigi sér bólstað í hjartanu, vesturlandabúar geta ekki ímyndað sér að þessi “fúnksjón” sé eitthvað sem geti virkjast og maður fundið fyrir henni,  .

Þegar andinn verður virkt afl í tilveru mannsins og hann finnur á eigin taugakerfi hvernig allt virkar; verður hann sinn eigin meistari/gúrú og getur treyst á eigin dómgreind en þarft ekki að trúa, það er líka öðruvísi á Indlandi en á vestur löndum þú þarft að verða þinn eigin meistari.

Fyrir þá sem sem hafa áhuga verðum við með kynningar á Sahajayoga:   9. og  30. janúar.  í Félagsmiðstöðini Hvassaleiti 56-58  Við kynnum undirstöðuatriði Sahaja Yoga og hugleiðum saman. Öll þáttaka er ókeypis alltaf.

https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik

 


Sjöunda innsiglið.

Í gær kom Sjöunda innsiglið nokkuð við sögu vegna kvikmyndar Bergmanns með sama nafni. En þegar Sjöunda innsiglið er rofið verður þögn eins og í kvikmynd Bergmanns, en það er einmitt það sama sem gerist þegar Sjöunda orkustöðin er opnuð í Sahaja Yoga hugleiðslu; hugsanirnar hverfa og þú ert komin í samband við guðdóminn sem á bak við þann raunveruleika sem tilheyrir hugmyndum og athöfnum hvunndagsins, tenging okkar við guð tilheyrir þannig ekki heim hugsunarinnar eða efnisheiminum sem efnislíkami lifir í. 

 


Kynning á Sahaja yoga:

Það er orðið nokkuð langt síðan við vorum með kynningarfund, en til að stunda Sahajayoga er nauðsynlegt að sækja fyrst slíkan fund. Aðferðin sem við notum er í einu mikilvægu atriði ólík flestu sem ég hef kynnst að þessu tagi, en það er að við notum ekki hugan sem slíkan til að leiða hugleiðsluna samt þurfum við að skilja hvað er um að vera en þess vegna  er betra að fá smá skýringar, til að við höfum forsendu til að gefa þessari aðferð tækifæri til að laga líðan okkar.

Það er hægt að fylgjast með hvenær eru kynningar í Félagsmiðstöðini Hvassaleiti 56-58, á:

 https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik

Við kynnum undirstöðuatriði Sahaja Yoga og hugleiðum saman. Öll þáttaka er ókeypis alltaf.



Hérna er myndband sem ég gerði í meðan allt var lokaí Cóvíti:

 

 


Andi páskanna,

Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!

 

Þessi setning er í mínum skilningi intak páskanna. Andinn sem býr í hjarta okkar, er í mínum huga kjarni tilveru okkar allt annað í tilveru okkar eru eingöngu umbúðir utan um andan og Kristur er þá að skilja umbúðirnar eftir en innihaldið felur hann Föðurnum. 

Með gera andan að virku afli í gangverki mannsins getur hann lifað mun þægilegra og eðlilegra lífi hér á jörðinni, það mætti orða það þannig að við þurfum að sinna andlegum g líkamlegu þörfum og gæta að samborgurum okkar líka án allra öfga, þetta er auðvitað ekki auðvelt og þess vegna þurfum við að fara inná við og skoða okkur og umhverfið án þess að vera f upptekin af hugmyndum um hvernig allt á að vera.

En hvað er þetta sem við köllum Anda það er sjálfið innsti kjarninn í okkur. Oft er talað um fólk sem er leitandi, en fæstir virðast vita afhverju þeir leita, gæti þó ekki verið að verið sé að leita að þeirri sátt sem sambandið við andann veitir ykkur. Við höfum allskonar til að gefa okkur það sem við leitum af; í formi fíkniefna sem aðallega gefa okkur fráhvarfseinkenni og anda framliðinna sem eiga að hjálpa okkur ég veit ekki við hvað og þannig mætti lengi upp telja.

Það var ekki fyrr en ég fór að hlusta á þessa konu sem ég fékk einhver svör:  


Yoga og stress.

 

Ég er stundum að segja fólki að Sahajayoga sé mjög sérstakt að því leyti að við getum stöðvað hugsunina, þetta er kallað Turia í Yoga hefðinni Indversku, hjá Buddha  heitir þetta Bodhisattva Maitreya hjá Indjánum er þetta kallað White buffalo o.s.frv.

Vísindamenn hafa jafnan ekki áhuga á einhverju sem tilheyrir forsögulegum lækningahefðum, ég fór í gríni að prófa hvernig hugleiðslan mundi mælast í Garmin líkamsræktar úrinu og setti á Yoga stillingu og fór í hugleiðslu smá stund og eins og sést á myndinni er mælist stressið 0 og það er í fyrsta skipti sem það gerist hjá þessum stóra framleiðanda á slíkum búnaði.

Ekki stress


Ný stefna í lífinu?

Ný stefna í lífinu?

 

Um ára mót huga margir að því að gera breytingar á lífi sínu. Við erum svo misjafnlega góð í því að framkvæma þetta eins og gengur, ég var svo heppin að prófa Sahajayoga fyrir u.þ.b. 15 árum, í Sahajayoga eru engin boð eða bönn, við bara finnum út hvað er skynsamlegast í stöðunni, þegar við öðlumst jafnvægi í sálarlífinu, athyglin verður líka betri sem hjálpar manni að virka í umhverfinnu.

Nútímasamfélag er einfaldlega orðið of flókið til að mannsheilin ráði við allt sem við höldum að við þurfum að gera, við þurfum að slaka á og velja úr hvað skiptir máli.

Sahajayoga má segja að sé ný hugleiðslu aðferð, en hún er þó í sátt og samfloti við það sem margir andlegir leiðtogar hafa kennt eins og t.d.: Gömlu Yoga fræðin, Jesus; Buddha, Lao Tse; Socrates, og fl.

sahajayoga.is.    facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik

Hér fylgir smá myndband á ensku sem skýrir hvernig Sahajayoga virkar:

 


Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá,

Æskuást

Jónas Guðlaugsson

 

Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá,

sem helst skyldi í þögninni grafið?

Ég kalla þó aldrei þá sól úr sjá,

sem sefur á bak við hafið!

 

Þetta er sennilega eitt af þeim ljóðum sem flestir af minni kynslóð og eldri kannast við. Það hefur mjög tíðkast að láta sem tilfinningar séu hamlandi og til óþurftar, sem sannarlega er rétt ef þær yfir taka skynsemina. Skynsemis trúin getur þannig á sama hátt verið stórhættuleg ef við missum sambandið við tilfinningarnar. 

Sólin er hið raunverulega breytinga og endurnýjunar afl og skáldið getur ekki snúið við því sem hún hefur knúið áfram, fortíðin og minningarnar eru komnar til að vera og ekkert getur breytt því.

Í Arfleifð rómantísku stefnunnar, sem RUV hefur verið að sýna; útskýrir Simon Schama hvernig Rómantíkin var aflvaki breytinga eftir langt tímabil Upplýsingarinnar.

Það er vísast nauðsynlegt að tilfinningarnar og skynsemin vinni saman.

 

Í seinni erindum mætti kannski ímynda sér að ljóðið sé fremur eftirsjá eftir sakleysi bernskunar, venjulegt ástarljóð. Þegar maður  hefur glatað sambandinu við guðdóminn innra með sér, en Maríu vísunin gefur ljóðinu tengingu við leitina að guði. Það er svo þessi þráhyggja eftir fortíðinni sem gerir það að verkum að fyrsta erindið er fremur greypt í sálina.

 

Í rauninni er tilfinninga hluti vitundarinnar í grunnin gleði, en ef við erum ekki í góðu andlegu jafnvægi getur sálarlífið farið að snúast eingöngu um það sem miður hefur farið og leitt okkur í ógöngur. Þess vegna  ætti öll andleg leit að snúast um jafnvægið sem sem er í núinnu, við ættum að vera með góðar minningar í forgangi.



Ég er eins og kirkja á öræfa tind,

svo auð sem við hinsta dauða,

þó brosir hin heilaga Maríumynd

þín minning frá vegginum auða.

 

Sakleysið hreint eins og helgilín

var hjúpur fegurðar þinnar,

sem reykelsisilmur var ástin þín

á altari sálar minnar.

 

Þú hvarfst mér og burt ég í fjarska fór,

en fann þig þó hvert sem ég sneri,

sem titrandi óm í auðum kór

og angan úr tómu keri.

 


Ég er ekki þessi sjúkdómur.

Ég er ekki þessi sjúkdómur, heyrir maður fólk segja nú til dags, þetta er auðvitað alveg rétt, en þá er líka hægt að spyrja; er ég þessar hugsanir, er ég þessi líkami, er ég þessi fortíð eða framtíð? Þessum spurningum mundum við svo svara; nei ég er ekki þessar hugsanir ekki þessi líkami ekki þessi fortíð eða framtíð, ég er andin. Hvað er þá þessi andi? Jú hann er einhvern skonar kjarni eða frumkraftur í okkur hann er ekki það sama og hugurin sem er að búa til hugmyndir sem geta verið í mis góðum tengslum við raunveruleikan ef maður ræktar tengslin við andan eða sjálfið í okkur erum við í meira og betra sambandi við raunveruleikan. 

https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik

Carl Jung reyndi að útskýra hvernig honum tókst að komast út úr þokunni og aðgreina sjálfið frá öllu öðru.

 

 




Það eru margir að leita, ég var einn af þeim.

Það eru margir sem tengja Páskana við endurfæðingu, vegna sögunar um upprisu Krists, en eggið sem er áberandi á þessum tíma er einmitt tákn um endurfæðingu. Kristur talar um að maður þurfi að fæðast aftur, þar er hann að mínum skilningi að tala um að við þurfum að verða öðruvísi, fara að virka á nýjan hátt, þetta hefur vafist fyrir mörgum, sem finna í hjarta sínu að þeir ættu kannski að gera ýmislegt á annan hátt en þeir gera núna.

Kristur talar einnig um að sannleikurinn muni gera okkur frjáls, en það er þá vandamálið að þekkja sannleikann, en að mínum skilningi er það í gegnum tengingu okkar við andan í hjarta okkar sem við getum skynjað sannleikan, það er það sem Kristur talar einmitt um, að við þurfum að tengjast andanum, en andinn er þá okkar raunverulega sjálf, en með tengingu við andan er hægt að finna ræturnar þar sem sannleikurinn á uppruna sinn. Í vestræni hefð heitir þetta innsæi, sem er ekki það sama og bókvitið, en bókvitið gerir þig ekki frjálsan á sama hátt og sannleikur andans að mínum skilningi.

Þetta er svokölluð sjálfsvitundar vakning, sem ekki fæst við bóklestur heldur eingöngu í gegnum vakningu, sem gerir þig meðvitaðan um andan, nokkuðn sem ég get ekki útskýrt þar sem ég skil þetta ekki sjálfur að fullu, maður þarf að biðja um vakninguna. Ég vissi ekki hvers syldi leita. Til að einfalda get ég sagt að þegar þú ert komin á þennan stað þá veistu hvar þú ert og hver þú ert.

Hér talar Shri Mataji stofnandi Sahajayoga um sannleikan, það er rétt að hafa í huga að í Sahajayoga er ekki gert ráð fyrir blindri trú á það sem sagt er, það á líka við um Shri Mataji, það er samt nauðsynlegt að hlusta og lesa til að finna leiðinna:

https://youtu.be/xHXPiqLDMnc

 

 




Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband