Færsluflokkur: Trúmál

Hvað er með Astanga?


Líkams æfingarnar eru gamla aðferðin til að koma á jafnvægi í taugakerfinu og er kallað Astanga, líkams æfingarnar eru hluti af stóru kerfi en það tekur u.þ.b. 30 ár að fá sjálfsvitundar vakningu í þeim kerfum, ef maður finnur ósvikin Gúrú en hann er bara með einn lærisvein samkvæmt hefðinni, Hatha yoga og Raja Yoga eru frægustu kerfin. Í Sahajayoga erum við að vekja Kundalini á einfaldan hátt og þannig komumst við í hugleiðslu sem kemur jafnvægi og heilbrigði á í líkama og sálarlífi.

Það er hægt að fylgjast með okkur á https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik






Yoga hvað er það?

Ýmislegt er kallað Yoga nú til dags en upphafleg er merking orðsins tenging andans við guðdómin

Fyrir 1900 var Kundalini ekki talið hættulegt eins og sumir virðast halda núna, það byggist á því að allt sé samkvæmt hefðinni og Kundalini vakni eins og af sjálfu sér og vinni á sinn ljúfa hátt inni í taugakerfi okkar og tengist alheims vitundinni eins og við myndum kannski orða það á íslensku, hér er stutt myndband  þar sem Shri Mataji útskýrir raunverulegt Yoga.

Það er hægt að fylgjast með starfseminni í Sahajayoga á facebook síðunni okkar: https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik

 

 





Hvað er þriðja augað?


Kundalini er staðsett í Spjaldhryggsbeini sem hryggurinn hvílir á oft kallað "Cacrum" sem þýðir heilagt.
Það er hægt að vekja Kundalini og láta það virka rétt, á svipaðn hátt eins og fræ sem vakna og byrja að spíra og verða svo að plöntu .
Þegar Kundalini vaknar og vinnur rétt streymir það í gegnum orkustöðvarnar / taugakerfið og „opnar“ þriðja augað eins og það er kallað í Sahajayoga, þegar þetta gerist færir hún okkur jafnvægi í taugakerfið / hugan.

Hér er myndskeið úr fyrirlestri sem fyrirlestri sem Shri Mataji hélt við Háskólann í Sydney (Ástralíu), 15. mars 1990.


Vísindalegir fordómar?

Oft heldur fólk að andlega hlið mannsins og hin veraldlega eigi ekki samleið og hefur gjarnan fyrir sér einhver meint vísindi, ég rakst á þessa grein um ungt fólk sem kynntist Sahajayoga í framhaldsnámi sínu í Bandaríkjunum og lýsir því hvernig þetta virkar og hjálpar fólki að halda jafnvægi við erfiðar aðstæður í háskólanámi.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá erum við með kynningarmyndband á heimasíðunni okkar: sahajayoga.is þar sem það er útskýrt hvernig þetta virkar.

Screen Shot 2020-11-13 at 09.35.31

 

 


Heilagur andi eða Kundalini.

Í 14. kapítula Jóhannesarguðspjalls segir frá því að Kristur sem þá var upprisinn, hafi heitið lærisveinum sínum að þeim mundi gefast „annar hjálpari“ sem öfugt við hann sjálfan mundi vera hjá þeim að eilífu. Þessi „hjálpari“ var „andi sannleikans“ eða heilagur andi. (Vísindavefurin/Hjalti hugason)
Þessi virki hluti guðdómsins er kallaður hjá: Shufi múslimum: ruh, hjá Gyðingum: Ruach HaKadosh, Hjá Indjánum nefndist það Andin mikli. Heilagur andi er sama og Kundalini samkvæmt Sahajayoga og er líka þessi huggari sem Kristur hét okkur. Það sem kundalini gerir er að færa okkur nýjan skilning á lífinu og bætta heilsu.
Jung hafði mikin áhuga á að finna aðferð til þess að virkja Kundalini hann vissi að það hefði lækninga mátt. Hér lýsir hann sjúklingi sem finnur fyrir snák sem er algengasta táknið fyrir Kundalini, Krisnir menn tákna það oftast með dúfu.


 

Er órói inní okkur?

Ég man eftir að einn félagi minn endaði eitt sinn langt samtal um andleg málefni á setningunni: „Það er bara þessi “órói inní mér„. Ég vissi auðvitað alveg hvað hann var að tala um, en núna veit ég að það er bara hægt að deyfa þennan óróa með einu móti og það er að vera nokkrar mínútur; helst tvisvar á dag í hugleiðslu þar sem; “Hugurinn þagnar„ ég var búinn að prófa allar hinar aðferðirnar sem ég ætla ekki að telja upp núna en þær duga oftast skammt og hafa slæmar aukaverkanir.

https://www.freemeditation.com.au/

 

 

 

Ekkert pláss fyrir blinda trú.

Þú þart ekki að vera grænmetis æta til að stunda Sahajayoga hugleiðslu, ráðleggingar Landlaæknis embættisins eru næstum alltaf það mataræði sem við mælum með fyrir flesta, það eru enginn boð eða bönn hjá okkur.

Við erum ekki hlynt blindri trú, við viljum vera í góðu andlegu jafnvægi og í sátt við guð og menn.

Sahajayoga er ekki hægt að kalla trúarbrögð, við viljum ekki að fólk trúi neinu; heldur bara að það prufi og gefi þessu séns, það sem við finnum á og í taugakerfinnu er raunverulegt og fólki er leyfilegt að hafa skoðanir á því sem það finnur á eigin skinni.

Við skoðum bæði það sem andlegir leiðtogar hafa sagt, jafnt og vísindamenn hafa fram að færa.

Hin frægi sálfræðingur Jung: Setti fram kenninguna um Sjálfið, en Sjálfið er ekki ólíkt og það sem við köllum Andan  (Atma) og einnig gætum við tekið undir orð hans í viðtali við BBC en það hefði verið fróðlegt að fá betri útlistun á svarinu við spurningunni um hvort hann trúi á guð, þá svarar Jung: „Ég þarf ekki að trúa, ég veit“

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband