Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá,

Æskuást

Jónas Guðlaugsson

 

Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá,

sem helst skyldi í þögninni grafið?

Ég kalla þó aldrei þá sól úr sjá,

sem sefur á bak við hafið!

 

Þetta er sennilega eitt af þeim ljóðum sem flestir af minni kynslóð og eldri kannast við. Það hefur mjög tíðkast að láta sem tilfinningar séu hamlandi og til óþurftar, sem sannarlega er rétt ef þær yfir taka skynsemina. Skynsemis trúin getur þannig á sama hátt verið stórhættuleg ef við missum sambandið við tilfinningarnar. 

Sólin er hið raunverulega breytinga og endurnýjunar afl og skáldið getur ekki snúið við því sem hún hefur knúið áfram, fortíðin og minningarnar eru komnar til að vera og ekkert getur breytt því.

Í Arfleifð rómantísku stefnunnar, sem RUV hefur verið að sýna; útskýrir Simon Schama hvernig Rómantíkin var aflvaki breytinga eftir langt tímabil Upplýsingarinnar.

Það er vísast nauðsynlegt að tilfinningarnar og skynsemin vinni saman.

 

Í seinni erindum mætti kannski ímynda sér að ljóðið sé fremur eftirsjá eftir sakleysi bernskunar, venjulegt ástarljóð. Þegar maður  hefur glatað sambandinu við guðdóminn innra með sér, en Maríu vísunin gefur ljóðinu tengingu við leitina að guði. Það er svo þessi þráhyggja eftir fortíðinni sem gerir það að verkum að fyrsta erindið er fremur greypt í sálina.

 

Í rauninni er tilfinninga hluti vitundarinnar í grunnin gleði, en ef við erum ekki í góðu andlegu jafnvægi getur sálarlífið farið að snúast eingöngu um það sem miður hefur farið og leitt okkur í ógöngur. Þess vegna  ætti öll andleg leit að snúast um jafnvægið sem sem er í núinnu, við ættum að vera með góðar minningar í forgangi.



Ég er eins og kirkja á öræfa tind,

svo auð sem við hinsta dauða,

þó brosir hin heilaga Maríumynd

þín minning frá vegginum auða.

 

Sakleysið hreint eins og helgilín

var hjúpur fegurðar þinnar,

sem reykelsisilmur var ástin þín

á altari sálar minnar.

 

Þú hvarfst mér og burt ég í fjarska fór,

en fann þig þó hvert sem ég sneri,

sem titrandi óm í auðum kór

og angan úr tómu keri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Daði, það er ósiður að birta kvæði án þess að hafa nafn höfundar með. Ég þekki þetta vel, man bara ekki hver orti það. Eða ertu að hvetja fólk til að gúgla það?

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 19.12.2021 kl. 16:09

2 Smámynd: Daði Guðbjörnsson


Ég bið auðmjúklega afsökunar á að birta ekki nafn höfundar.

Daði Guðbjörnsson, 19.12.2021 kl. 16:31

3 identicon

Þetta er einstaklega ljúfsárt og fagurt ljóð

eftir Jónas Guðlaugsson, eitt hinna nýrómantísku skálda sem þjóðin átti, í byrjun og fyrri parti síðustu aldar, en dóu langt fyrir aldur fram.  Þeir eru gjarnan nefndir 4 saman.  Þekktastur þeirra var Jóhann Sigurjónsson.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.12.2021 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband