Færsluflokkur: Heimspeki

Nýtt ár með Sahajayoga.

Trú er ekki kjarni Sahajayoga við viljum nálgast hlutina í gegnum skynfærin og finna á taugakerfinu hvernig kundalini virkar á okkur, fólk getur sett traust sitt á læknavísindin til að hjálpa til við að endurheimta heilsuna þegar veikindi trufla okkar daglega líf, en best er að geta lifað í heilbrigði, flestir læknar leggja mikla áherslu á fyrirbyggja að við fáum alvarlega sjúkdóma.

Nú er það svo að okkur gengur misvel að tileinka okkur þann lífstíl sem heilbrigðis sérfræðingar mæla með,  en það sem kom mér mest á óvart við Sahajayoga  var að ég fór að haga mér meira í átt að því sem er heillavænlegt fyrir heilsuna án þess að það væri einhver að leggja mér lífsreglurnar hin ábatinn af Sahajayoga hugleiðslunni er að maður kemst í mjög góða slökun sem kemur jafnvægi á taugakerfið, en streita er eitt af því sem veikir líkaman og sálarlífið

 

https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik

 

https://sahajayoga.is/



Prof. Katya Rubia, PhD; er einn af þeim heilbrigðisvísinda mönnum sem skoðað hafa Sahajayoga og kynnir jákvæð áhrif þess. 


Á nýju ári.

Það ætti alveg að duga okkur að sólin sé að hækka á lofti aftur, en samt er það svo að við viljum gjarnan fara í einhverskonar breytingar eða endurnýjun um áramót, það er eitthvað sem vantar hjá mörgum.  

Það koma öðru hvoru til okkar fólk á kynningu, sem greinilega hafði lesið mikið um andleg málefni og verið kannski á leiðinni til okkar í mörg ár og leitað víða, en það er alltaf einhver hluti af okkur mannfólkinu sem fæðist svona, á Indlandi er þetta kallað „Sadakas“ Þ.e. Einhver sem leitar af einhverju „æðra“ getum við sagt, en margir vita ekki hvers skal leita, munurin á flestum Indverjum og vesturlandabúum er að þeir vita af hverju þeir leita, þú segir við Indverja „Atmasakshatkar“ þá verður hann forvitin því þú ert að bjóða honum að finna fyrir andanum, sem er allt annað en að „trúa“ á andan sem á eigi sér bólstað í hjartanu, vesturlandabúar geta ekki ímyndað sér að þessi “fúnksjón” sé eitthvað sem geti virkjast og maður fundið fyrir henni,  .

Þegar andinn verður virkt afl í tilveru mannsins og hann finnur á eigin taugakerfi hvernig allt virkar; verður hann sinn eigin meistari/gúrú og getur treyst á eigin dómgreind en þarft ekki að trúa, það er líka öðruvísi á Indlandi en á vestur löndum þú þarft að verða þinn eigin meistari.

Fyrir þá sem sem hafa áhuga verðum við með kynningar á Sahajayoga:   9. og  30. janúar.  í Félagsmiðstöðini Hvassaleiti 56-58  Við kynnum undirstöðuatriði Sahaja Yoga og hugleiðum saman. Öll þáttaka er ókeypis alltaf.

https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik

 


Ég er ekki þessi sjúkdómur.

Ég er ekki þessi sjúkdómur, heyrir maður fólk segja nú til dags, þetta er auðvitað alveg rétt, en þá er líka hægt að spyrja; er ég þessar hugsanir, er ég þessi líkami, er ég þessi fortíð eða framtíð? Þessum spurningum mundum við svo svara; nei ég er ekki þessar hugsanir ekki þessi líkami ekki þessi fortíð eða framtíð, ég er andin. Hvað er þá þessi andi? Jú hann er einhvern skonar kjarni eða frumkraftur í okkur hann er ekki það sama og hugurin sem er að búa til hugmyndir sem geta verið í mis góðum tengslum við raunveruleikan ef maður ræktar tengslin við andan eða sjálfið í okkur erum við í meira og betra sambandi við raunveruleikan. 

https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik

Carl Jung reyndi að útskýra hvernig honum tókst að komast út úr þokunni og aðgreina sjálfið frá öllu öðru.

 

 




Það eru margir að leita, ég var einn af þeim.

Það eru margir sem tengja Páskana við endurfæðingu, vegna sögunar um upprisu Krists, en eggið sem er áberandi á þessum tíma er einmitt tákn um endurfæðingu. Kristur talar um að maður þurfi að fæðast aftur, þar er hann að mínum skilningi að tala um að við þurfum að verða öðruvísi, fara að virka á nýjan hátt, þetta hefur vafist fyrir mörgum, sem finna í hjarta sínu að þeir ættu kannski að gera ýmislegt á annan hátt en þeir gera núna.

Kristur talar einnig um að sannleikurinn muni gera okkur frjáls, en það er þá vandamálið að þekkja sannleikann, en að mínum skilningi er það í gegnum tengingu okkar við andan í hjarta okkar sem við getum skynjað sannleikan, það er það sem Kristur talar einmitt um, að við þurfum að tengjast andanum, en andinn er þá okkar raunverulega sjálf, en með tengingu við andan er hægt að finna ræturnar þar sem sannleikurinn á uppruna sinn. Í vestræni hefð heitir þetta innsæi, sem er ekki það sama og bókvitið, en bókvitið gerir þig ekki frjálsan á sama hátt og sannleikur andans að mínum skilningi.

Þetta er svokölluð sjálfsvitundar vakning, sem ekki fæst við bóklestur heldur eingöngu í gegnum vakningu, sem gerir þig meðvitaðan um andan, nokkuðn sem ég get ekki útskýrt þar sem ég skil þetta ekki sjálfur að fullu, maður þarf að biðja um vakninguna. Ég vissi ekki hvers syldi leita. Til að einfalda get ég sagt að þegar þú ert komin á þennan stað þá veistu hvar þú ert og hver þú ert.

Hér talar Shri Mataji stofnandi Sahajayoga um sannleikan, það er rétt að hafa í huga að í Sahajayoga er ekki gert ráð fyrir blindri trú á það sem sagt er, það á líka við um Shri Mataji, það er samt nauðsynlegt að hlusta og lesa til að finna leiðinna:

https://youtu.be/xHXPiqLDMnc

 

 




Er órói inní okkur?

Ég man eftir að einn félagi minn endaði eitt sinn langt samtal um andleg málefni á setningunni: „Það er bara þessi “órói inní mér„. Ég vissi auðvitað alveg hvað hann var að tala um, en núna veit ég að það er bara hægt að deyfa þennan óróa með einu móti og það er að vera nokkrar mínútur; helst tvisvar á dag í hugleiðslu þar sem; “Hugurinn þagnar„ ég var búinn að prófa allar hinar aðferðirnar sem ég ætla ekki að telja upp núna en þær duga oftast skammt og hafa slæmar aukaverkanir.

https://www.freemeditation.com.au/

 

 

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband