Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Lesblinda og athyglisröskun.

 Oft fylgir lesblindunni einhver athyglis röskun eða ofvirkni. Ég fór í lesblindu meðferð og þar lærði ég slökunar æfingar sem var hluti af prógramminu, ég fann að það virkaði vel svo ég fór að leita og fyrir guðdómlega tilviljun fann ég Sahajayoga, sem virkaði mun betur, öll vinna verður bæði auðveldari og markvissari ef maður er í andlegu jafnvægi.

Ég vildi að ég hefði kynnst þessari aðferð sem ofvirkt barn, Þessa meðferð gætu foreldrarnir frammkvæmt sjálf og bætt eigin líðan um leið í samráði við okkur og meðferðin kostar ekkert og er einföld.

Meðferðarúrræði sem standa utan við hið opinbera og lyfjafyrirtækin eru ekki mikið rannsökuð en Sahajyoga hefur verið töluvert rannsakað og eru niðurstöðurnar ótvírætt jákvæðar hér er ein rannsóknarniðurstaða:  Sahaja Yoga Meditation as a Family Treatment.

 

Hér er myndband með útskýringum; Katya Rubia sem er prófessor í fræðum sem snerta geðheilbrigði barna við King's College London.

 




Er órói inní okkur?

Ég man eftir að einn félagi minn endaði eitt sinn langt samtal um andleg málefni á setningunni: „Það er bara þessi “órói inní mér„. Ég vissi auðvitað alveg hvað hann var að tala um, en núna veit ég að það er bara hægt að deyfa þennan óróa með einu móti og það er að vera nokkrar mínútur; helst tvisvar á dag í hugleiðslu þar sem; “Hugurinn þagnar„ ég var búinn að prófa allar hinar aðferðirnar sem ég ætla ekki að telja upp núna en þær duga oftast skammt og hafa slæmar aukaverkanir.

https://www.freemeditation.com.au/

 

 

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband