Færsluflokkur: Lífstíll
1.1.2024 | 13:32
Nýtt ár með Sahajayoga.
Trú er ekki kjarni Sahajayoga við viljum nálgast hlutina í gegnum skynfærin og finna á taugakerfinu hvernig kundalini virkar á okkur, fólk getur sett traust sitt á læknavísindin til að hjálpa til við að endurheimta heilsuna þegar veikindi trufla okkar daglega líf, en best er að geta lifað í heilbrigði, flestir læknar leggja mikla áherslu á fyrirbyggja að við fáum alvarlega sjúkdóma.
Nú er það svo að okkur gengur misvel að tileinka okkur þann lífstíl sem heilbrigðis sérfræðingar mæla með, en það sem kom mér mest á óvart við Sahajayoga var að ég fór að haga mér meira í átt að því sem er heillavænlegt fyrir heilsuna án þess að það væri einhver að leggja mér lífsreglurnar hin ábatinn af Sahajayoga hugleiðslunni er að maður kemst í mjög góða slökun sem kemur jafnvægi á taugakerfið, en streita er eitt af því sem veikir líkaman og sálarlífið
https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik
Prof. Katya Rubia, PhD; er einn af þeim heilbrigðisvísinda mönnum sem skoðað hafa Sahajayoga og kynnir jákvæð áhrif þess.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2023 | 10:36
Andinn eina leiðin í núið.
Þetta er þýðing á því sem Shri Mataji segir um andann í myndbandinu sem hér fylgir.
Maður þarf að vera í núinu. En hvernig gerir maður það? Ekki með því að hlusta á fyrirlestur eða fara á bókasafnið og ekki finur maður þar hvernig það er gert. Þú getur ekki gert það með heilabúinu eins og það er núna, Þú verður að hafa heila sem eins og upplýsanlegur, þegar ljósið kviknar -lýsir það hugsunina upp. Þú verður að verða upplýstur einstaklingur. Ef þú ert ekki upplýst/ur þá sérðu ekki veginn, þú gengur í myrkrinu en þegar ljósið kemur inn hjá þér, þá sérðu að vegurinn sem hefur alltaf verið þar. Þetta er ljós andans það þarf að vera í athygli okkar. Guð er búinn að undirbúa allt, gera allt. Það er þá sem við eins og springum út og það verður að gerast, þegar rétti tímin er komin og þegar það gerist, getur þú fundið Andann í athygli þinni. Það er annar misskilningur sem fólk er haldið í sambandi við andan, fólk heldur að andinn sé kraftur, þannig er er það ekki, kraft er hægt flytja og umbreyta, þróa og meðhöndla o.s.frv. Þannig er andinn ekki, hann er alger! Andinn er ekki sambærilegur við nokkuð annað sem þekkt er.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2023 | 10:48
Um einfaldara líf.
Margir gætu hugsað sér einfaldara líf. Það er samt ekki auðvelt að einfalda lífið, margir reyna hugleiðslu en það er ekki alltaf jafn auðvelt og við myndum halda. Hugleiðsla í Sahajayoga er sjálfsprottin, hugleiðslan er án hugsana, svokallað Turia; sem er fjórða vitundar ástandið sem maðurinn getur upplifað, en þau eru: vaka, svefn, djúpsvefn og svo Turia sem er þögn hugans, þögnin er á bak við starfsemi heilans. Í Turia gefur þú hugsuninni frí og heilin virðis nota fríið til að losa sig við erfiðar hugsanir úr fortíðinni og einnig minnka hugsanir um framtíðinna og okkur fer að líða betur.
Kynning á Sahaja yoga: Mánudagin 20 mars. Kl: 20:00 -20:15
Félagsmiðstöðini Hvassaleiti 56-58,
Við kynnum undirstöðuatriði Sahaja Yoga og hugleiðum saman. Öll þáttaka er ókeypis alltaf.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2023 | 15:02
Á nýju ári.
Það ætti alveg að duga okkur að sólin sé að hækka á lofti aftur, en samt er það svo að við viljum gjarnan fara í einhverskonar breytingar eða endurnýjun um áramót, það er eitthvað sem vantar hjá mörgum.
Það koma öðru hvoru til okkar fólk á kynningu, sem greinilega hafði lesið mikið um andleg málefni og verið kannski á leiðinni til okkar í mörg ár og leitað víða, en það er alltaf einhver hluti af okkur mannfólkinu sem fæðist svona, á Indlandi er þetta kallað Sadakas Þ.e. Einhver sem leitar af einhverju æðra getum við sagt, en margir vita ekki hvers skal leita, munurin á flestum Indverjum og vesturlandabúum er að þeir vita af hverju þeir leita, þú segir við Indverja Atmasakshatkar þá verður hann forvitin því þú ert að bjóða honum að finna fyrir andanum, sem er allt annað en að trúa á andan sem á eigi sér bólstað í hjartanu, vesturlandabúar geta ekki ímyndað sér að þessi fúnksjón sé eitthvað sem geti virkjast og maður fundið fyrir henni, .
Þegar andinn verður virkt afl í tilveru mannsins og hann finnur á eigin taugakerfi hvernig allt virkar; verður hann sinn eigin meistari/gúrú og getur treyst á eigin dómgreind en þarft ekki að trúa, það er líka öðruvísi á Indlandi en á vestur löndum þú þarft að verða þinn eigin meistari.
Fyrir þá sem sem hafa áhuga verðum við með kynningar á Sahajayoga: 9. og 30. janúar. í Félagsmiðstöðini Hvassaleiti 56-58 Við kynnum undirstöðuatriði Sahaja Yoga og hugleiðum saman. Öll þáttaka er ókeypis alltaf.
https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2022 | 12:26
Sjöunda innsiglið.
Í gær kom Sjöunda innsiglið nokkuð við sögu vegna kvikmyndar Bergmanns með sama nafni. En þegar Sjöunda innsiglið er rofið verður þögn eins og í kvikmynd Bergmanns, en það er einmitt það sama sem gerist þegar Sjöunda orkustöðin er opnuð í Sahaja Yoga hugleiðslu; hugsanirnar hverfa og þú ert komin í samband við guðdóminn sem á bak við þann raunveruleika sem tilheyrir hugmyndum og athöfnum hvunndagsins, tenging okkar við guð tilheyrir þannig ekki heim hugsunarinnar eða efnisheiminum sem efnislíkami lifir í.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2022 | 15:21
Í kyrrð hugans finnurðu innri frið.
Í kyrrð hugans finnurðu innri frið. Þessi orð Shri Mataji segja allt um Sahjayoga en það sem gerist í hugleiðslunni er að við komumst í vitundar ástand þar sem við finnum að við erum án hugsanna, fyrst eru þetta bara stutt augnablik en við lengri ástundun er maður lengur án hugsana, þetta er kallað Nirvichara Samadhi í gömlu Yoga fræðunum.
Jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu af þessari hugleiðslu hefur verið mikið rannsökuð af vísindamönnum þar á meðal er: Ramesh Manocha sem skrifaði bókinna: Silence Your Mind.
Þetta er slóð á síðuna sem Manocha talar um í myndbandinnu: https://www.freemeditation.com/
Við verðum með kynningarfund Mánudaginn 24 apríl. í Félagsmiðstöðini Hvassaleiti 56-58. Við kynnum undirstöðuatriði Sahaja Yoga og hugleiðum saman. Öll kensla í Sahajayoga er unninn í sjálfboðavinnu og þáttakendur borga ekki fyrir kennslu.
Einnig er hér fyrir neðan myndband þar sem rætt er við Ramesh Manocha.
Við auglýsum kynninarfundi á: https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik
https://www.facebook.com/events/2939306346373810/?ref=newsfeed
Lífstíll | Breytt 23.4.2023 kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2022 | 13:57
Kynning á Sahaja yoga:
Það er orðið nokkuð langt síðan við vorum með kynningarfund, en til að stunda Sahajayoga er nauðsynlegt að sækja fyrst slíkan fund. Aðferðin sem við notum er í einu mikilvægu atriði ólík flestu sem ég hef kynnst að þessu tagi, en það er að við notum ekki hugan sem slíkan til að leiða hugleiðsluna samt þurfum við að skilja hvað er um að vera en þess vegna er betra að fá smá skýringar, til að við höfum forsendu til að gefa þessari aðferð tækifæri til að laga líðan okkar.
Það er hægt að fylgjast með hvenær eru kynningar í Félagsmiðstöðini Hvassaleiti 56-58, á:
https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik
Við kynnum undirstöðuatriði Sahaja Yoga og hugleiðum saman. Öll þáttaka er ókeypis alltaf.
Hérna er myndband sem ég gerði í meðan allt var lokaí Cóvíti:
Lífstíll | Breytt 31.10.2022 kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2022 | 10:35
Andi páskanna,
Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!
Þessi setning er í mínum skilningi intak páskanna. Andinn sem býr í hjarta okkar, er í mínum huga kjarni tilveru okkar allt annað í tilveru okkar eru eingöngu umbúðir utan um andan og Kristur er þá að skilja umbúðirnar eftir en innihaldið felur hann Föðurnum.
Með gera andan að virku afli í gangverki mannsins getur hann lifað mun þægilegra og eðlilegra lífi hér á jörðinni, það mætti orða það þannig að við þurfum að sinna andlegum g líkamlegu þörfum og gæta að samborgurum okkar líka án allra öfga, þetta er auðvitað ekki auðvelt og þess vegna þurfum við að fara inná við og skoða okkur og umhverfið án þess að vera f upptekin af hugmyndum um hvernig allt á að vera.
En hvað er þetta sem við köllum Anda það er sjálfið innsti kjarninn í okkur. Oft er talað um fólk sem er leitandi, en fæstir virðast vita afhverju þeir leita, gæti þó ekki verið að verið sé að leita að þeirri sátt sem sambandið við andann veitir ykkur. Við höfum allskonar til að gefa okkur það sem við leitum af; í formi fíkniefna sem aðallega gefa okkur fráhvarfseinkenni og anda framliðinna sem eiga að hjálpa okkur ég veit ekki við hvað og þannig mætti lengi upp telja.
Það var ekki fyrr en ég fór að hlusta á þessa konu sem ég fékk einhver svör:
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2022 | 13:06
Yoga og stress.
Ég er stundum að segja fólki að Sahajayoga sé mjög sérstakt að því leyti að við getum stöðvað hugsunina, þetta er kallað Turia í Yoga hefðinni Indversku, hjá Buddha heitir þetta Bodhisattva Maitreya hjá Indjánum er þetta kallað White buffalo o.s.frv.
Vísindamenn hafa jafnan ekki áhuga á einhverju sem tilheyrir forsögulegum lækningahefðum, ég fór í gríni að prófa hvernig hugleiðslan mundi mælast í Garmin líkamsræktar úrinu og setti á Yoga stillingu og fór í hugleiðslu smá stund og eins og sést á myndinni er mælist stressið 0 og það er í fyrsta skipti sem það gerist hjá þessum stóra framleiðanda á slíkum búnaði.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2022 | 11:14
Smá hugleiðing um Hugleiðslu.
Það var grein í Mogganum um daginn sem hafði yfirskriftina: Hægir á hjartslætti þegar við prjónum Þetta er alveg rétt þegar fólk prjónar myndast svo kallaðar Þetabylgjur í heilanum þær geta komið manni í djúpa slökun og þegar líkamin og taugakerfið hvílist getur hann betur endurnýjað sig þannig er það með allar lífverur þær þurfa ró og næði til að þroskast og vaxa. Í Sahaja yoga verða Þetabylgjur ráðandi í heilanum og maður finnur hvernig hægir á andardrætti og maður losnar við hugsanir við þetta öðlast maður meira andlegt jafnvægi og ýmsir sjúkdómar hægja á sér eða hverfa. Sahajayoga sker sig úr flestum öðrum hugleiðslu aðferðum að því leyti að að hún framkallar Þetabylgjur meðan flestar aðrar virka líkar því að hlusta á tónlist. Sahajayoga er frekar einföld á meðan t.d. Zen hugleiðsla sem vitnað er í í myndbandinu, þarf mun meiri ástundun og einbeitingu skilst mér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)