Færsluflokkur: Lífstíll

Ný stefna í lífinu?

Ný stefna í lífinu?

 

Um ára mót huga margir að því að gera breytingar á lífi sínu. Við erum svo misjafnlega góð í því að framkvæma þetta eins og gengur, ég var svo heppin að prófa Sahajayoga fyrir u.þ.b. 15 árum, í Sahajayoga eru engin boð eða bönn, við bara finnum út hvað er skynsamlegast í stöðunni, þegar við öðlumst jafnvægi í sálarlífinu, athyglin verður líka betri sem hjálpar manni að virka í umhverfinnu.

Nútímasamfélag er einfaldlega orðið of flókið til að mannsheilin ráði við allt sem við höldum að við þurfum að gera, við þurfum að slaka á og velja úr hvað skiptir máli.

Sahajayoga má segja að sé ný hugleiðslu aðferð, en hún er þó í sátt og samfloti við það sem margir andlegir leiðtogar hafa kennt eins og t.d.: Gömlu Yoga fræðin, Jesus; Buddha, Lao Tse; Socrates, og fl.

sahajayoga.is.    facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik

Hér fylgir smá myndband á ensku sem skýrir hvernig Sahajayoga virkar:

 


Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá,

Æskuást

Jónas Guðlaugsson

 

Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá,

sem helst skyldi í þögninni grafið?

Ég kalla þó aldrei þá sól úr sjá,

sem sefur á bak við hafið!

 

Þetta er sennilega eitt af þeim ljóðum sem flestir af minni kynslóð og eldri kannast við. Það hefur mjög tíðkast að láta sem tilfinningar séu hamlandi og til óþurftar, sem sannarlega er rétt ef þær yfir taka skynsemina. Skynsemis trúin getur þannig á sama hátt verið stórhættuleg ef við missum sambandið við tilfinningarnar. 

Sólin er hið raunverulega breytinga og endurnýjunar afl og skáldið getur ekki snúið við því sem hún hefur knúið áfram, fortíðin og minningarnar eru komnar til að vera og ekkert getur breytt því.

Í Arfleifð rómantísku stefnunnar, sem RUV hefur verið að sýna; útskýrir Simon Schama hvernig Rómantíkin var aflvaki breytinga eftir langt tímabil Upplýsingarinnar.

Það er vísast nauðsynlegt að tilfinningarnar og skynsemin vinni saman.

 

Í seinni erindum mætti kannski ímynda sér að ljóðið sé fremur eftirsjá eftir sakleysi bernskunar, venjulegt ástarljóð. Þegar maður  hefur glatað sambandinu við guðdóminn innra með sér, en Maríu vísunin gefur ljóðinu tengingu við leitina að guði. Það er svo þessi þráhyggja eftir fortíðinni sem gerir það að verkum að fyrsta erindið er fremur greypt í sálina.

 

Í rauninni er tilfinninga hluti vitundarinnar í grunnin gleði, en ef við erum ekki í góðu andlegu jafnvægi getur sálarlífið farið að snúast eingöngu um það sem miður hefur farið og leitt okkur í ógöngur. Þess vegna  ætti öll andleg leit að snúast um jafnvægið sem sem er í núinnu, við ættum að vera með góðar minningar í forgangi.



Ég er eins og kirkja á öræfa tind,

svo auð sem við hinsta dauða,

þó brosir hin heilaga Maríumynd

þín minning frá vegginum auða.

 

Sakleysið hreint eins og helgilín

var hjúpur fegurðar þinnar,

sem reykelsisilmur var ástin þín

á altari sálar minnar.

 

Þú hvarfst mér og burt ég í fjarska fór,

en fann þig þó hvert sem ég sneri,

sem titrandi óm í auðum kór

og angan úr tómu keri.

 


Þú býrð til þinn eigin ótta.

Að vera kvíðin er ekki endilega eðlilegt sem ríkjandi tilfinning, þó að maður haldi að ekki sé hægt að vinna gegn þessum vágesti, við búum sjálf til kvíðan; við gerum úlfalda úr mýflugu og jafnvel þó við vitum að uppá okkur skömmina þá er efitt að snúa við þessu ferli sem er komið er á fulla ferð í heilabúinnu.

Þeir sem stunda Sahajayoga af einhverri alvöru losna fljótlega við kvíðan; það gerist því það kemst á jafnvægi í starfsem heilans þetta jafnvægi fæst af því að hugsunin stöðvast, fyrst eru þetta stutt augnablik en þessi hvíld lengist eftir því sem hugleiðslan er stunduð um lengri tíma.


Ég er ekki þessi sjúkdómur.

Ég er ekki þessi sjúkdómur, heyrir maður fólk segja nú til dags, þetta er auðvitað alveg rétt, en þá er líka hægt að spyrja; er ég þessar hugsanir, er ég þessi líkami, er ég þessi fortíð eða framtíð? Þessum spurningum mundum við svo svara; nei ég er ekki þessar hugsanir ekki þessi líkami ekki þessi fortíð eða framtíð, ég er andin. Hvað er þá þessi andi? Jú hann er einhvern skonar kjarni eða frumkraftur í okkur hann er ekki það sama og hugurin sem er að búa til hugmyndir sem geta verið í mis góðum tengslum við raunveruleikan ef maður ræktar tengslin við andan eða sjálfið í okkur erum við í meira og betra sambandi við raunveruleikan. 

https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik

Carl Jung reyndi að útskýra hvernig honum tókst að komast út úr þokunni og aðgreina sjálfið frá öllu öðru.

 

 




Gleðilega páska.

Páskar og egg.

Ástæðan fyrir því að eggið er svona áberandi tákn um Páska hátíðina er held ég; að fyrst verpir fuglinn egginu en síðan fer hin raunverulega fæðing fram þegar fuglinn skríður úr egginu, þannig er útrásin úr egginu jafn vel mikilvægari, því fuglin er lokaður inni í egginu áður en að raunverulega fæðingin fer fram og getur eftir endur fæðinguna skilið hin raunverulega heim, er ekki lengur lokaðir inni í egginu, rétt eins og við þegar við fæðumst hinni andlegu fæðingu, eftir það sjáum við hvernig hlutirnirn raunverulega eru. Það eru mismunandi hugmyndir í gangi um hvernig þetta sé allt í pottin búið og verður það ekki rakið hér. Þannig eru margir listamenn sífelt að reyna að líkja eftir þessu ferli með listsköpun sinni held ég, þ.e.a.s. „Frelsinu í listinni“. Hin síðari ár hef ég sífelt verið að hugsa mig sem ekki hluta af íslenskri myndlist, sem er fremur hátíðlegur frasi. Frekar lít ég á að listin sé einhverskonar hlið á mér sem lifir sjálfstæðu lífi,andlegu lífi. Þetta er samt ekki sambærilegt við endurfæðinguna, þegar andin tengist alheimsvitundini (Self-realization), þetta getur samt hjálpað okkur að opna hjartað sem er nauðsynlegur hluti af leiðinni tilþroska.

Þetta er líka á Listamans blogginu mínu:
https://dadilistoweb.wordpress.com/2018/03/30/spiritual-birth/

Páskar og egg


Það eru margir að leita, ég var einn af þeim.

Það eru margir sem tengja Páskana við endurfæðingu, vegna sögunar um upprisu Krists, en eggið sem er áberandi á þessum tíma er einmitt tákn um endurfæðingu. Kristur talar um að maður þurfi að fæðast aftur, þar er hann að mínum skilningi að tala um að við þurfum að verða öðruvísi, fara að virka á nýjan hátt, þetta hefur vafist fyrir mörgum, sem finna í hjarta sínu að þeir ættu kannski að gera ýmislegt á annan hátt en þeir gera núna.

Kristur talar einnig um að sannleikurinn muni gera okkur frjáls, en það er þá vandamálið að þekkja sannleikann, en að mínum skilningi er það í gegnum tengingu okkar við andan í hjarta okkar sem við getum skynjað sannleikan, það er það sem Kristur talar einmitt um, að við þurfum að tengjast andanum, en andinn er þá okkar raunverulega sjálf, en með tengingu við andan er hægt að finna ræturnar þar sem sannleikurinn á uppruna sinn. Í vestræni hefð heitir þetta innsæi, sem er ekki það sama og bókvitið, en bókvitið gerir þig ekki frjálsan á sama hátt og sannleikur andans að mínum skilningi.

Þetta er svokölluð sjálfsvitundar vakning, sem ekki fæst við bóklestur heldur eingöngu í gegnum vakningu, sem gerir þig meðvitaðan um andan, nokkuðn sem ég get ekki útskýrt þar sem ég skil þetta ekki sjálfur að fullu, maður þarf að biðja um vakninguna. Ég vissi ekki hvers syldi leita. Til að einfalda get ég sagt að þegar þú ert komin á þennan stað þá veistu hvar þú ert og hver þú ert.

Hér talar Shri Mataji stofnandi Sahajayoga um sannleikan, það er rétt að hafa í huga að í Sahajayoga er ekki gert ráð fyrir blindri trú á það sem sagt er, það á líka við um Shri Mataji, það er samt nauðsynlegt að hlusta og lesa til að finna leiðinna:

https://youtu.be/xHXPiqLDMnc

 

 




Maraþonhlaup og Píslar-sund? 

Öfgva full hegðun hjá manninum er ansi algeng, sumir eru að stunda hreyfingu sér til heilsubótar sem er gott, en stundum fer það út í öfgar og veldur skaða á líkama og sál. Sumt fólk virðist vilja gera yfirbót fyrir einhverjar syndir sem það hefur drýgt og jafnvel fyrir syndir sem forfeðurnir drýgðu, en auðvitað eigum við að fyrirgefa sjálfum okkur og verðlauna okkur svo með því að gera eitthvað gott fyrir samfélagið, samviskubitið er notað af ýmsum yfirvöldum til að hafa stjórn á fólki, en lang flest fólk er heiðarlegt og vil gera rétt það er a.m.k mín reynsla.

 Minn skilningur er að Frelsarinn hafi losað okkur undan sektarkenndinni með því að kenna okkur að fyrirgefa, þannig er hægt að losna við yfirráð fortíðinnar yfir huganum, en hugsanir um fortíðina næra einnig að nokkru leyti hugsanir um framtíðinna. Allar þessar hugsanir valda því að við erum ekki í núinnu, við þurfum auðvitað að nota fortíðina til að læra af og maður þarf að skipuleggja framtíðina en þessar hugsanir mega ekki yfirskyggja það sem við gerum á líðandi stund, það veldur streitu.

Aðal aflið í manninum ætti að mínu mati að vera gleðin. Kristur dó á krossinum til að frelsa okkur með því að kenna okkur að fyrirgefa, en skortur á fyrirgefningu er stærsta hindrunin hjá okkur til að öðlast gleðinna í andanum.

Hreyfum okkur hæfilega og notum heilan til að láta okkur líða vel.

Hlustum á holla tónlist:

 


Peningar og yoga.

Upphaflega er Yoga hefðin borin uppi af svokölluðum Gúrúum þetta voru einstaklingar sem höfðu helgað líf sitt leitini af sannleikanum þ.e.a.s. leitinni af guði, en þetta er einn og sami hluturinn, þessir menn lifðu af því sem að þeim var rétt en í Indversku menningunni spilaði guðdómurinn stórt hlutverk og því voru margir sem vildu styðja þessa menn, núna er Yoga iðnaðurinn stór á Indlandi líkt og víða annars staðar. Í gömlu hefðinni hafði hver Gúrú aðeins einn nemanda og námið tók u.þ.b. 30 ár svo framleiðnin var ekki mikil enda var gamla aðferðin vandasöm og er það ennþá.

Sahaja Yoga er frábrugðið gömlu aðferðinni að því leyti að sjálfsvitundar vakningin er fyrsta skrefið en ekki það síðasta eins og áður var, þessi aðferð gerir það að verkum að við förum fljótlega að njóta ávaxtanna í betri andlegri og líkamlegri líðan, en vinnan við að verða að verða að fullu meðvitaður um sjálfan sig og umhverfið tekur lengri tíma, við í Sahaja Yoga tökum ekki greiðslu fyrir og leiðbeiningar, sem við fengum sjálf ókeypis frá Shri Mataji sem fæddist með þessa þekkingu og bannaði að þessi þekking væri söluvara, það eru ekki nein boð og bönn í Sahaja Yoga enda hlýtur sjálfsþekking að leiða það af sér að maður viti hvað maður ætti  vera að gera og ekki gera, þegar maður er raunverulega í núinu í jafnvægi er ekkert úr fortíðinni eða væntingum framtíðarinnar sem truflar mann.

 

Það er hægt að fylgjast með okkur á Facebook

 

 

 

 

 

 


Kvíði og Sahajayoga.

Kvíði kemur vegna þess að við erum að ímynda okkur að eitthvað gerist í framtíðinni, við þurfum að losa okkur við að eitthvað ákveðið verði að gerast og vera sátt við það sem ber að höndum þó það sé ekki alveg eins og við ráðgerum. Það er samt alveg í lagi að gera áætlanir, en maður þarf að passa sig á að við getum ekki ráðið hvernig allt er, það er bara þannig .  

Þegar maður kemst í betra jafnvægi í gegnum hið hugsanalausa vitundar ástand í Sahajayoga, sér maður ástandið í réttara ljósi og það hægir á hugsunum almennt, maður verður betri í að taka því sem að höndum ber. 

Þetta sýna rannsóknir líka Hér er linkur á Breska síðu.

Það eru milljónir manna um allan heim sem bæta líf sitt og líðan með Sahaja yoga hugleiðslu hér er Indverskur kvikmyndagerðarmaður sem segir frá:

 


Lesblinda og athyglisröskun.

 Oft fylgir lesblindunni einhver athyglis röskun eða ofvirkni. Ég fór í lesblindu meðferð og þar lærði ég slökunar æfingar sem var hluti af prógramminu, ég fann að það virkaði vel svo ég fór að leita og fyrir guðdómlega tilviljun fann ég Sahajayoga, sem virkaði mun betur, öll vinna verður bæði auðveldari og markvissari ef maður er í andlegu jafnvægi.

Ég vildi að ég hefði kynnst þessari aðferð sem ofvirkt barn, Þessa meðferð gætu foreldrarnir frammkvæmt sjálf og bætt eigin líðan um leið í samráði við okkur og meðferðin kostar ekkert og er einföld.

Meðferðarúrræði sem standa utan við hið opinbera og lyfjafyrirtækin eru ekki mikið rannsökuð en Sahajyoga hefur verið töluvert rannsakað og eru niðurstöðurnar ótvírætt jákvæðar hér er ein rannsóknarniðurstaða:  Sahaja Yoga Meditation as a Family Treatment.

 

Hér er myndband með útskýringum; Katya Rubia sem er prófessor í fræðum sem snerta geðheilbrigði barna við King's College London.

 




« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband