Það er svo mikið eftir af sumrinu í mér

„Það er svo mikið eftir af sumrinu í mér" 

Það er líka mikil gróska á vefsamfélaginu, suma hluti  er hægt að kenna á netinu og youtube er uppspretta þekkingar fyrir fólk, en ég held samt að, betra sé fyrir fólk að fara á námskeið líka, ég hef sótt námskeið í listasögu, tölvu og forritanotkun sem hefur hjálpað mér að lifa af í nýjum heimi.

Sahajayoga er þannig að sameiginlegir hugleiðslutímar eru nauðsynlegir til að ná besta árangri en vonandi verður fljótlega hægt að fara að hittast saman.

En það má alveg prófa að fara á netið til að prófa hér er síða sem kennir Sahajayoga hugleiðslu allt mjög einfalt og vel útskýrt, það sem þarf að lofa þessu bara að gerast Sahajayoga virkar svipað og blóm sem vex það gerist mest eins og af sjálfu sér.

Læt einnig fylgja með smá yoytube með hugleiðslu tónlist.:

 

 









 

Er órói inní okkur?

Ég man eftir að einn félagi minn endaði eitt sinn langt samtal um andleg málefni á setningunni: „Það er bara þessi “órói inní mér„. Ég vissi auðvitað alveg hvað hann var að tala um, en núna veit ég að það er bara hægt að deyfa þennan óróa með einu móti og það er að vera nokkrar mínútur; helst tvisvar á dag í hugleiðslu þar sem; “Hugurinn þagnar„ ég var búinn að prófa allar hinar aðferðirnar sem ég ætla ekki að telja upp núna en þær duga oftast skammt og hafa slæmar aukaverkanir.

https://www.freemeditation.com.au/

 

 

 

Ekkert pláss fyrir blinda trú.

Þú þart ekki að vera grænmetis æta til að stunda Sahajayoga hugleiðslu, ráðleggingar Landlaæknis embættisins eru næstum alltaf það mataræði sem við mælum með fyrir flesta, það eru enginn boð eða bönn hjá okkur.

Við erum ekki hlynt blindri trú, við viljum vera í góðu andlegu jafnvægi og í sátt við guð og menn.

Sahajayoga er ekki hægt að kalla trúarbrögð, við viljum ekki að fólk trúi neinu; heldur bara að það prufi og gefi þessu séns, það sem við finnum á og í taugakerfinnu er raunverulegt og fólki er leyfilegt að hafa skoðanir á því sem það finnur á eigin skinni.

Við skoðum bæði það sem andlegir leiðtogar hafa sagt, jafnt og vísindamenn hafa fram að færa.

Hin frægi sálfræðingur Jung: Setti fram kenninguna um Sjálfið, en Sjálfið er ekki ólíkt og það sem við köllum Andan  (Atma) og einnig gætum við tekið undir orð hans í viðtali við BBC en það hefði verið fróðlegt að fá betri útlistun á svarinu við spurningunni um hvort hann trúi á guð, þá svarar Jung: „Ég þarf ekki að trúa, ég veit“

 


Hvernig maður hvílir hugan.

Það fylgir því mikil streita að taka þátt í nútíma samfélagi og kannski ekki síst þegar allt er komið á hvolf.

Þegar við erum búinn að njóta líkamlegrar áreynslu finnst okkur gott að hvíla vöðvana með því að hætta að nota þá.

Það ætti þá að vera besta aðferðin við að hvíla hugan og styrkja taugakerfið að hætta að nota það og njóta algerrar þagnar í huganum. Ég þekki auðvitað ekki allar tegundir hugleiðslu en flestar virðast nota hugan sjálfan við að hugleiðsluna, það er ekki í Sahajayoga; við erum með annað sem leiðir en okkur tekst fljótlega að komast í vitundar ástand án hugsana, þetta er frekar einföld aðferð, maður verður bara að prufa og lofa þessu að gerast, það tekur smá tíma gefa því séns.

Dr Ramesh Manocha er læknir í Ástralíu sem hefur töluvert rannsakað Sahajayoga og sýna þær rannsóknir mjög jákvæðar niðurstöður fyrir þessari tegund hugleiðslu, þetta eru rannsóknir sem unnar eru með hefðbundnum aðferðum vísinda manna.

Linkur á síðu með rannsóknar niðursöðum og kennsla í Sahajayoga hugleiðslu.

 

Upptaka: Dr Ramesh Manocha sem segir það sama og ég þetta er einfalt og árángusríkt.

 

 

http://www.freemeditation.com/

 

 

Gralið helga.

Gralið helga.

Okkur sem stundum Sahajayoga er ekki ráðlagt að hætta að tala við læknin þrátt fyrir að að heilsan hafi batnað og við höfum mörg hver losnað við margvísleg heilsufars vandamál, það hefur sýnt sig síðustu vikur að við þurfum að beita öllum ráðum samtímis til að verjast: fara eftir því sem læknavísindin segja hollt mataræði og slökun sem hjá mér er framkvæmd með Sahaja yoga.

Við megum heldur ekki gleyma að stunda áhugamál okkar þess vegna langar mig að tala aðeins á myndband um Gralinn helga.

 

Linkur á ágætis grein um Gralið helga.

https://sahajayoga.is/

 

 

 


Sahajayoga og heilsan.

Sahajayoga og heilsan.

Það sem ég var mest hissa á í sambandi við Sahajayoga var þegar blóð þrýstingurin komst í lag; ég var blásaklaus að synda í Vesturbæjarlauginni þegar ég fann fyrir svima; fór í framhaldi af því til heimilis læknisins sem tjáði mér að það þyrfti að minnka lyfja skammtin en eftir tvö ár var ég hættur á lyfjum og blóðþrýsingurin í lagi að mati læknis, háþrýstingur er algengur í móður ætt minni nýlega fékk ég sólahrings mælingu og kom sú mæling mjög vel út. Reyndar læknaðist fleira eins og vöðvabólgur; en ég var búinn að vera áskrifandi af nuddi og sjúkraþjálfun í meira en 10 ár; en það fyrsta sem fólk verður oftast vart við er að kvíði og áhyggur minnka og betri svefn. 

Það hafa verið gerðar fjölmargar rannsókir á virkni Sahajayoga hér er mynd band þar sem Katya Rubia. Prófesor við:Taugavísindadeild. Kings College London. Segir frá Því hvernig þetta virkar. 

Einnig er hér linnkur á niðurstöðu ransóknar.


  

 

Lífs stíll og lífslíkur.

Lífs stíll og lífslíkur. 

Við vitum ekki hvort það sem hefur gerst á síðustu vikum muni leiða til einhverra breytinga á heiminum. En við vitum núna; það sem við vissum reyndar áður; að lífs stíll hefur veruleg áhrif á heilsu okkar og lífslíkur okkar. 

Nú er það svo að það getur reynst erfitt að breyta lífsstílnum, við erum vön því að gera ákveðna hluti og allar breytingar eru bara vesen, það var einmitt það sem mér líkaði vel við Sahajayoga það eru ekki boð og bönn, breytingarnar verða nánast án þess að maður verði þess var. 

Sahajayoga er frekar einfalt og kostar ekkert; allar leiðbeiningar eru unnar í sjálfboða vinnu, það er hluti af hinni fornu Yoga hefð sem kann að virka framandi en Shri Mataji sem færði okkur Sahajayoga vísar líka í aðra meistara sem hafa fæðst á jörðinni t.d. Jesús Krist, Buddha, Lao Tse ofl. þeir sem vilja öðrum vel eru allir í sama liðinu.

Hér fylgir upptaka sem ég deildi fyrir nokkrum dögum meira seinna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband