25.7.2020 | 10:28
Leitin að landinu fagra.
Ég var að Hlusta á RUV fyrir stuttu síðan, en þar var þáttur m.a. um það hvernig eiturlyf/ofskynjunarlyf hafa verið notuð til í þeim tilgangi að tengjast kjarnanum í okkur þ.e.a.s. Að tengjast andanum/sjálfinu/kjarnanum sem býr í hjartanu, en þannig er andanum lýst hjá flestum trúar hreyfingum, þessi andi er ekkert skyldur vínanda eða öðrum vímuefnum. Margir benda á að Jesus hafi breytt vatni í vín en sama orðið mun hafa verið notað um ávaxta safa á þeim tíma, en flest ummæli um vínanda í biblíunni eru neikvæð þrátt fyrir að mörg kirkjuþing hafi unnið í lagfæringum á þýðingu þeirrar merku bókar og vill ég síst gera lítið úr vandasamri vinnu þýðenda.
Margir finna fyrir því að það er einhverskonar tómarúm í sálarlífinu þó fólk sé ekki beinlínis óhamingjusamt þá finnst fólki eitthvað vanta, til þess að fylla inn í þetta eitthvað förum við að leita, sumir leita í trúarbrögð, íþróttir og ýmisskonar skemmtileg heilbrigð áhugamál sem geta haldið huganum föngnum en oftar en ekki vantar eitthvað uppá aðrir leita síðan líka í vímuefni sem eru að mínu mati léleg eftirlíking af þeirri reynslu sem felst í því að tengjast andanum sem er allt öðruvísi en víman og gefur manni vellíðan og tengingu við raunveruleikan þveröfugt við vímuefnin sem skilja eftir vanlíðan og sljóleika að mínu mati.
Athugasemdir
Það er margt NÝTT komið fram trengt NÚTÍM-JOGA
sem að gæti heillað fólk og HEILAÐ meira
en indverskar konur með rauðan punkt á enninu.
Aðal áherslan ætti að vera að þekkja tilgang ORKUSTÖÐVANA 7:
https://www.youtube.com/watch?v=D2KRO0qRDhU&feature=emb_logo&fbclid=IwAR24Aa1bKlX1NiMVT0gW6j_NNsYiTT8UGnZ1C0j8VfvCTjrI2-0vJ0WmaGI
Jón Þórhallsson, 25.7.2020 kl. 11:23
Um 1970 þegar Shri Mataji byrjaði að vekja Kundalini í fólki var ekki mikið um að væri verið að tala um kundalini sem er sennilega eina framförin í Yoga á seinni tímum.
Daði Guðbjörnsson, 25.7.2020 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.