Leitin að landinu fagra.

Ég var að Hlusta á RUV fyrir stuttu síðan, en þar var þáttur m.a. um það hvernig eiturlyf/ofskynjunarlyf hafa verið notuð til í þeim tilgangi að tengjast kjarnanum í okkur þ.e.a.s. Að tengjast andanum/sjálfinu/kjarnanum sem býr í hjartanu, en þannig er andanum lýst hjá flestum trúar hreyfingum, þessi andi er ekkert skyldur vínanda eða öðrum vímuefnum. Margir benda á að Jesus hafi breytt vatni í vín en sama orðið mun hafa verið notað um ávaxta safa á þeim tíma, en flest ummæli um vínanda í biblíunni eru neikvæð þrátt fyrir að mörg kirkjuþing hafi unnið í lagfæringum á þýðingu þeirrar merku bókar og vill ég síst gera lítið úr vandasamri vinnu þýðenda.

Margir finna fyrir því að það er einhverskonar tómarúm í sálarlífinu þó fólk sé ekki beinlínis óhamingjusamt þá finnst fólki eitthvað vanta, til þess að fylla inn í þetta „eitthvað“ förum við að leita, sumir leita í trúarbrögð, íþróttir og ýmisskonar skemmtileg heilbrigð áhugamál sem geta haldið huganum föngnum en oftar en ekki vantar eitthvað uppá aðrir leita síðan líka í vímuefni sem eru að mínu mati léleg eftirlíking af þeirri reynslu sem felst í því að tengjast andanum sem er allt öðruvísi en víman og gefur manni vellíðan og tengingu við raunveruleikan þveröfugt við vímuefnin sem skilja eftir vanlíðan og sljóleika að mínu mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er margt NÝTT  komið fram trengt NÚTÍM-JOGA 

sem að gæti heillað fólk og HEILAÐ meira

en indverskar konur með rauðan punkt á enninu.

Aðal áherslan ætti að vera að þekkja tilgang ORKUSTÖÐVANA 7:

https://www.youtube.com/watch?v=D2KRO0qRDhU&feature=emb_logo&fbclid=IwAR24Aa1bKlX1NiMVT0gW6j_NNsYiTT8UGnZ1C0j8VfvCTjrI2-0vJ0WmaGI

Jón Þórhallsson, 25.7.2020 kl. 11:23

2 Smámynd: Daði Guðbjörnsson

Um 1970 þegar Shri Mataji byrjaði að vekja Kundalini í fólki var ekki mikið um að væri verið að tala um kundalini sem er sennilega eina framförin í Yoga á seinni tímum.

Daði Guðbjörnsson, 25.7.2020 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband