28.5.2020 | 16:42
Hug-helgun fremur en hugleiðsla.
Í Sahajayoga upplifir þú vitund á hugsana, hugleiðsla á vesturlöndum er oftast þannig að þú ert að leiða hugan að einhverju þannig að hugurinn fer áfram í vinnu. Í Sahajayoga fær huginn hvíld þú ferð á bak við hugann þar er þögn, enginn vinna í gangi aðeins hvíld. Fyrst þegar þú byrjar að helga hugan verður þú var við smá bil á milli hugsana þetta bil mun svo lengjast eftir því sem þú stundar Sahajayoga lengur. Í Sahajayoga skipta fræðin ekki öllu máli en til að komast í vitund án hugsana Nirvichar Samadhi þurfum við samt að útskýra og nota hugtök þess vegna er ég að leita að orði til að nota þegar við erum í vitundarástandi án hugsan og datt í hug að við gætum sagt: Hug-helgun.
Ef þið eruð þokkaleg í ensku þá er ekki erfitt að skylja myndbandið hér fyrir neðan en það tekur u.þ.b klukkutíma og bara setjast niður og hlusta, ekki hafa áhyggur þó þið náið ekki öllu strax bara prófa:
Athugasemdir
Indverskir gúrúar með rauðan blett á enninu eru oft þyrnir í augum kristinna manna sem að líta á þessa speki sem gjörólik og önnur trúarbrögð.
----------------------------------------------------------------------
Það er margt NÝTT komið fram á sjónarsviðið tengt NÚTÍMA-JÓGA
sem að fólk getur haft fyrir framan sig og slakað á
án þess að vera að æða til indlands eða borga sig inn á rándýr námskeið:
Í tilefni af alþjóðlega jógadeginum sem að mun verða í júni
að þá mæli ég með þessu myndbandi:
https://www.facebook.com/events/252661392612823/?active_tab=discussion
Jón Þórhallsson, 28.5.2020 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.