21.5.2020 | 09:32
Athyglis röskun og Sahajayoga.
Athyglis röskun virðist vera mjög algeng hjá nútíma manninum, Homo Sapiens varð til við hæga þróun í langan tíma en sennilega hefur þróun nútíma samfélagsins eins og við þekkjum það gengið hraðar en okkur hefur tekist að fylgja eftir í þróun á okkur sem tegund, þetta veldur streitu og við náum ekki að halda athyglinni á því sem er að gerast, þessu er hægt að bregðast við með því að koma betra jafnvægi á taugakerfið og gera okkur hæfari til að greina hvað er mest aðkallandi í hringum okkur og bregðast við á yfirvegaðan hátt. Við getum unnið á þessu með því að passa hvað við setjum ofan í okkur og skynsamlegri hreyfingu, þriðja atriðið væri að hvíla hugann það er vandasamast.
Hér er linkur á rannsóknir sem gefa vísbendingu um áhrif Sahajayoga hugleiðslu á athygli;
http://meditationresearch.co.uk/adhd/
Heimasvæði Sahajayoga á íslandi; https://sahajayoga.is/
Síða sem kennir Sahajayoga hugleiðslu; http://www.freemeditation.com/
Hér fyrir neðan er mynd skeið með útskýringu á kerfi orkusöðvanna samkvæmt Sahajayoga.
Athugasemdir
Hugsanlega gætu þetta verið trúarbrögð framtíðarinnar;
að þekkja tilgang allra ORKUSTÖ9ÐVANA;
(án þess að fólk þurfi að hafna sögu Krists).
Í stað þess að henda þjóðkirkjunni á haugana
að þá mætti hún skoða þessi maál innan sinna húsa.
Jón Þórhallsson, 21.5.2020 kl. 10:04
Takk fyrir Jón.
Við erum einnig þeirrar skoðunar að Sahajayoga er fyrir framtíðina.
Shri Mataji talaði frekar um “Religion” sem væri þá tenging við guðdóminn, hún var ekki hrifin af blindri trú, hún talaði um “actualization” um að guð raungerist. Jesús Kristur skiptir miklu máli hjá okkur, það er ekki hægt annað en viðurkenna hann.
Daði Guðbjörnsson, 21.5.2020 kl. 16:45
Takk fyrir Jón.
Við erum einnig þeirrar skoðunar að Sahajayoga færi fyrir framtíðina.
Shri Mataji talaði frekar um “Religion” sem væri þá einskonar tenging við guðdóminn, hún var ekki hrifin af blindri trú, hún talaði um “actualization” um að guð raungerist. Jesús Kristur skiptir miklu máli hjá okkur, það er ekki hægt annað en viðurkenna hann.
Daði Guðbjörnsson, 21.5.2020 kl. 16:47
Takk fyrir Jón.
Við erum einnig þeirrar skoðunar að Sahajayoga færi fyrir framtíðina.
Shri Mataji talaði frekar um “Religion” sem væri þá einskonar tenging við guðdóminn, hún var ekki hrifin af blindri trú, hún talaði um “actualization” um að guð raungerist. Jesús Kristur skiptir miklu máli hjá okkur, það er ekki hægt annað en viðurkenna hann.
Daði Guðbjörnsson, 21.5.2020 kl. 16:56
Afsakið tekur eitthvað illa við copy paste hjá mér
Daði Guðbjörnsson, 21.5.2020 kl. 16:57
Ég vil meina að Jesú hafi verið JÓGA-MEISTARI sjálfur:
þess vegna gat hann gert öll kraftaverkin sem að hann gerði.
Mér skilst að hann hafi dvalið hjá einhverju Tibískum munkum (jógameisturum)
árin á milli 20-30, árin sem að hvergi er minnst á hann í biblíunni.
Þar hafi hann náð UPPLJÓMUN og síðan snúið aftur í sitt samfélag.
Jón Þórhallsson, 24.5.2020 kl. 19:06
Jú Kundalini er sama og heilagur andi, Jesús virðist hafa haft mjög gott vald á þessum krafti og gat notað hann til góra verka. Líklegast er að hann hafi fæðst þannig, það voru held ég til heimildir um dvöl hans á Indlandi ég þekki ekki þá sögu nógu vel. Við í Sahajayoga leggjum aðalega áherslu á að þroska sjálf okkur og hjálpa öðrum við það líka, þessari ásundun fylgir bætt heilsa hjá okkur. Það eru allir velkomnir að prófa þessa aðferð til sjálfs þroska.
Daði Guðbjörnsson, 24.5.2020 kl. 19:41
Við erum væntanlga báðir sammála um að endurholdunarlögmálið sé 100% staðreynd; þar sem að fólk getur endurfæðst mörg-hundruð sinnum hér á þessari jörð
áður en það útskirfast úr jarðarskólanum.
Hugsanlega erum við báðir gamlar sálir, þær hugsa mikið um andleg mál.
síðan er til "level" fyrir ofan gömlu sálirnar sem að kallast
YFIRSKILVITLEG SÁL. eins go Kristur og Búdda voru.
Jón Þórhallsson, 24.5.2020 kl. 23:07
Jú við erum sammála um endurfæðinguna. Jú við fæðumst aftur til að ná meiri þroska en Shri Mataji ráðlegur ekki að vera mikið að hugsa mikið um fortíðinna eða framtíðinna, við erum í sambandi við guðdómin í Dhyana sem er núið án hugsana.
Daði Guðbjörnsson, 25.5.2020 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.