27.3.2022 | 13:06
Yoga og stress.
Ég er stundum að segja fólki að Sahajayoga sé mjög sérstakt að því leyti að við getum stöðvað hugsunina, þetta er kallað Turia í Yoga hefðinni Indversku, hjá Buddha heitir þetta Bodhisattva Maitreya hjá Indjánum er þetta kallað White buffalo o.s.frv.
Vísindamenn hafa jafnan ekki áhuga á einhverju sem tilheyrir forsögulegum lækningahefðum, ég fór í gríni að prófa hvernig hugleiðslan mundi mælast í Garmin líkamsræktar úrinu og setti á Yoga stillingu og fór í hugleiðslu smá stund og eins og sést á myndinni er mælist stressið 0 og það er í fyrsta skipti sem það gerist hjá þessum stóra framleiðanda á slíkum búnaði.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)