21.3.2021 | 10:41
Peningar og yoga.
Upphaflega er Yoga hefðin borin uppi af svokölluðum Gúrúum þetta voru einstaklingar sem höfðu helgað líf sitt leitini af sannleikanum þ.e.a.s. leitinni af guði, en þetta er einn og sami hluturinn, þessir menn lifðu af því sem að þeim var rétt en í Indversku menningunni spilaði guðdómurinn stórt hlutverk og því voru margir sem vildu styðja þessa menn, núna er Yoga iðnaðurinn stór á Indlandi líkt og víða annars staðar. Í gömlu hefðinni hafði hver Gúrú aðeins einn nemanda og námið tók u.þ.b. 30 ár svo framleiðnin var ekki mikil enda var gamla aðferðin vandasöm og er það ennþá.
Sahaja Yoga er frábrugðið gömlu aðferðinni að því leyti að sjálfsvitundar vakningin er fyrsta skrefið en ekki það síðasta eins og áður var, þessi aðferð gerir það að verkum að við förum fljótlega að njóta ávaxtanna í betri andlegri og líkamlegri líðan, en vinnan við að verða að verða að fullu meðvitaður um sjálfan sig og umhverfið tekur lengri tíma, við í Sahaja Yoga tökum ekki greiðslu fyrir og leiðbeiningar, sem við fengum sjálf ókeypis frá Shri Mataji sem fæddist með þessa þekkingu og bannaði að þessi þekking væri söluvara, það eru ekki nein boð og bönn í Sahaja Yoga enda hlýtur sjálfsþekking að leiða það af sér að maður viti hvað maður ætti vera að gera og ekki gera, þegar maður er raunverulega í núinu í jafnvægi er ekkert úr fortíðinni eða væntingum framtíðarinnar sem truflar mann.
Það er hægt að fylgjast með okkur á Facebook
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)