27.2.2021 | 11:42
Lesblinda og athyglisröskun.
Oft fylgir lesblindunni einhver athyglis röskun eða ofvirkni. Ég fór í lesblindu meðferð og þar lærði ég slökunar æfingar sem var hluti af prógramminu, ég fann að það virkaði vel svo ég fór að leita og fyrir guðdómlega tilviljun fann ég Sahajayoga, sem virkaði mun betur, öll vinna verður bæði auðveldari og markvissari ef maður er í andlegu jafnvægi.
Ég vildi að ég hefði kynnst þessari aðferð sem ofvirkt barn, Þessa meðferð gætu foreldrarnir frammkvæmt sjálf og bætt eigin líðan um leið í samráði við okkur og meðferðin kostar ekkert og er einföld.
Meðferðarúrræði sem standa utan við hið opinbera og lyfjafyrirtækin eru ekki mikið rannsökuð en Sahajyoga hefur verið töluvert rannsakað og eru niðurstöðurnar ótvírætt jákvæðar hér er ein rannsóknarniðurstaða: Sahaja Yoga Meditation as a Family Treatment.
Hér er myndband með útskýringum; Katya Rubia sem er prófessor í fræðum sem snerta geðheilbrigði barna við King's College London.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2021 | 14:42
Hvað er með Astanga?
Líkams æfingarnar eru gamla aðferðin til að koma á jafnvægi í taugakerfinu og er kallað Astanga, líkams æfingarnar eru hluti af stóru kerfi en það tekur u.þ.b. 30 ár að fá sjálfsvitundar vakningu í þeim kerfum, ef maður finnur ósvikin Gúrú en hann er bara með einn lærisvein samkvæmt hefðinni, Hatha yoga og Raja Yoga eru frægustu kerfin. Í Sahajayoga erum við að vekja Kundalini á einfaldan hátt og þannig komumst við í hugleiðslu sem kemur jafnvægi og heilbrigði á í líkama og sálarlífi.
Það er hægt að fylgjast með okkur á https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2021 | 18:38
Yoga hvað er það?
Ýmislegt er kallað Yoga nú til dags en upphafleg er merking orðsins tenging andans við guðdómin.
Fyrir 1900 var Kundalini ekki talið hættulegt eins og sumir virðast halda núna, það byggist á því að allt sé samkvæmt hefðinni og Kundalini vakni eins og af sjálfu sér og vinni á sinn ljúfa hátt inni í taugakerfi okkar og tengist alheims vitundinni eins og við myndum kannski orða það á íslensku, hér er stutt myndband þar sem Shri Mataji útskýrir raunverulegt Yoga.
Það er hægt að fylgjast með starfseminni í Sahajayoga á facebook síðunni okkar: https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2021 | 09:28
Hvað er þriðja augað?
Kundalini er staðsett í Spjaldhryggsbeini sem hryggurinn hvílir á oft kallað "Cacrum" sem þýðir heilagt.
Það er hægt að vekja Kundalini og láta það virka rétt, á svipaðn hátt eins og fræ sem vakna og byrja að spíra og verða svo að plöntu .
Þegar Kundalini vaknar og vinnur rétt streymir það í gegnum orkustöðvarnar / taugakerfið og opnar þriðja augað eins og það er kallað í Sahajayoga, þegar þetta gerist færir hún okkur jafnvægi í taugakerfið / hugan.
Hér er myndskeið úr fyrirlestri sem fyrirlestri sem Shri Mataji hélt við Háskólann í Sydney (Ástralíu), 15. mars 1990.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)