Á nýju ári.

Það ætti alveg að duga okkur að sólin sé að hækka á lofti aftur, en samt er það svo að við viljum gjarnan fara í einhverskonar breytingar eða endurnýjun um áramót, það er eitthvað sem vantar hjá mörgum.  

Það koma öðru hvoru til okkar fólk á kynningu, sem greinilega hafði lesið mikið um andleg málefni og verið kannski á leiðinni til okkar í mörg ár og leitað víða, en það er alltaf einhver hluti af okkur mannfólkinu sem fæðist svona, á Indlandi er þetta kallað „Sadakas“ Þ.e. Einhver sem leitar af einhverju „æðra“ getum við sagt, en margir vita ekki hvers skal leita, munurin á flestum Indverjum og vesturlandabúum er að þeir vita af hverju þeir leita, þú segir við Indverja „Atmasakshatkar“ þá verður hann forvitin því þú ert að bjóða honum að finna fyrir andanum, sem er allt annað en að „trúa“ á andan sem á eigi sér bólstað í hjartanu, vesturlandabúar geta ekki ímyndað sér að þessi “fúnksjón” sé eitthvað sem geti virkjast og maður fundið fyrir henni,  .

Þegar andinn verður virkt afl í tilveru mannsins og hann finnur á eigin taugakerfi hvernig allt virkar; verður hann sinn eigin meistari/gúrú og getur treyst á eigin dómgreind en þarft ekki að trúa, það er líka öðruvísi á Indlandi en á vestur löndum þú þarft að verða þinn eigin meistari.

Fyrir þá sem sem hafa áhuga verðum við með kynningar á Sahajayoga:   9. og  30. janúar.  í Félagsmiðstöðini Hvassaleiti 56-58  Við kynnum undirstöðuatriði Sahaja Yoga og hugleiðum saman. Öll þáttaka er ókeypis alltaf.

https://www.facebook.com/sahaja.yoga.reykjavik

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband